Í bresku hljómsveitinni
COLDPLAY eru: Chris Martin (söngur/píanó/klassískur gítar),
Jon Buckland (gítar), Will Champion (trommur), og Guy
Berryman (bassi)
Chris er uppalinn í Devon á Englandi, Will í
Southampton, Guy í Scotland og seinna í Kent og Jonny
kemur frá North Wales. Þeir hittust allir í University
College London, haustið 1996, og eftir u.þ.b. viku nám
urðu þeir góðir vinir. Chris byrjaði að skrifa lög
með Jonny og eftir að Guy heyrði í þeim ákvað hann
að vera með þeim og spila á bassa. Will bættist svo
við í hópinn og spilaði fyrst á gítar en þar sem
það vantaði rommuleikara ákvað hann að færa sig
yfir á trommur.
Fyrstu árin fór mesti tími þeirra í námið, en það
helsta sem þeir gerðu var fjögra laga smáskífa ('The
Safety')sem var framleidd í 500 eintökum. Smáskífa þessi
kom þeim svo á tónlistarhátíð í Manchester árið
1998. Á hátíðinni var maður að nafni Simon Williams
sem heyrði til þeirra og kom þeim á samning hjá plötufyrirtæki
sínu Fierce Panda fyrir lagið 'Brothers And Sisters' og
gáfu þeir þá út samnefnda smáskífu. Samningurinn
varð svo til þess að þeir gerðu annan stærri
samning hjá Parlophone Records.
Það var svo lagið 'Yellow' sem fyrst vakti athygli.
Lagið var spilað út um allan heim og vakti mikla
hrifningu. Í kjölfar 'Yellow' gáfu þeir út sína
fyrstu plötu 'Parachutes', en hún seldis í u.þ.b.
fimm milljón eintök um allan heim og vann verðlaun hjá
tónlistar- tímaritunumtímarritunum NME og Q auk þess
að fá tvenn "Brits" verðlaun og Grammy verðlaunin
fyrir bestu "Alternative"-plötuna árið 2002.
Seinni plata þeirra, 'A Rush of Blood To The Head', kom
út þann 26.október 2002, nákvæmlega tveimur árum á
eftir 'Parachutes'. Sama fólk var notað og í vinnslu
á 'Parachutes', Ken Nelson var meðframleiðandi og
blandaði ásamt meðlimum Coldplay, Mark Phythain sá um
tölvuvinnsluna. Upptökur byrjuðu í október 2001 og rétt
fyrir jól var búið að taka upp öll lögin.
Coldplay er jafnréttishljómsveit (enginn meðlimur skal
vera meira eða minna metinn en hinir) og eiga allir meðlimir
þátt í lagasmíði.
[Heimildir: www.coldplay.com]
|